Rússar hafa yfirgefið norðurhluta Úkraínu

Sprengjum hefur rignt yfir borgir Úkraínu.
Sprengjum hefur rignt yfir borgir Úkraínu. AFP/Fadel Senna

Rússneskar hersveitir hafa núna „dregið sig að fullu til baka“ frá norðurhluta Úkraínu og fært sig yfir til Hvíta-Rússlands og Rússlands, að sögn breska varnarmálaráðuneytisins.

Sumar þessara hersveita verða fluttar til austurhluta Úkraínu til að berjast í Donbas-héruðum. Margar hersveitanna þurfa aftur á móti á „umtalsverðri endurnýjun að halda“ áður en þær fara aftur af stað.

„Líklegt er að mikil endurnýjun herliðs í norðri gæti tekið að minnsta kosti viku,“ sagði ráðuneytið, að því er BBC greindi frá.

Þar kom einnig fram að árásir Rússa á borgir í austur- og suðurhluta Úkraínu haldi áfram og að rússneskir hermenn hafi komist áleiðis í suðri frá borginni Izyum sem er sögð hernaðarlega mikilvæg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert