Rússar neita árásinni á lestarstöðina

Að minnsta kosti 35 létu lífið og 100 særðust eftir …
Að minnsta kosti 35 létu lífið og 100 særðust eftir að lestarstöðin varð fyrir tveim eldflaugum. AFP

Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur neitað árás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu. Að minnsta kosti 35 létu lífið og 100 særðust eftir að lestarstöðin varð fyrir tveim eldflaugum.

Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sagði að „allar yfirlýsingar af hálfu fulltrúa þjóðernissinna í Kænugarði um „eldflauga árásina“ sem Rússland á að hafa framkvæmt 8. apríl á lestarstöðina í Kramatorsk eru ögrun og algjörlega ósönn.“

Ráðuneytið bætti því við að eldflaugarnar, en brot af þeim fundust nærri lestarstöðinni að sögn Rússa, séu aðeins notaðar af Úkraínska hernum.

Að sögn rík­is­stjóra Do­netsk-héraðs voru þúsund­ir manna á lest­ar­stöðinni er árás­in var gerð en fólkið var að reyna flýja svæðið. 

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, sagði á Twitter að árás Rússa væri „ill­verk án neinna tak­marka. Ef ekki verður refsað fyr­ir þetta, munu árás­irn­ar aldrei hætta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert