Uppgröftur hafinn á fjöldagröf í Bútsja

Rússneskir hermenn hafa gerst sekir um stríðsglæp í Bútsja þar …
Rússneskir hermenn hafa gerst sekir um stríðsglæp í Bútsja þar sem tugir almennra borgara voru myrtir. AFP

Úkraínskir rannsakendur hafa hafið uppgröft á fjöldagröf í Bútsja. Yfirvöld telja að þetta sé fyrsta skrefið í stríðsglæpamáli gegn rússneskum hermönnum sem höfðu tekið bæinn á sitt vald.

Úkraínumenn höfðu grafið skurð á bak við eina kirkju í Bútsja svo að þeir gætu grafið nágranna sína sem höfðu verið myrtir af rússneskum hermönnum. Andriy Niebitov, yfirmaður lögreglunar í Kænugarði, sagði að 40 lík hefðu verið í gröfinni. aðeins tvö þeirra hafi verið lík úkraínskra hermanna.

Hryllingsverk Rússa í Bútsja hafa vakið óhug víða um heim. …
Hryllingsverk Rússa í Bútsja hafa vakið óhug víða um heim. Hryllingurinn virðist fara stigmagnandi en í dag var skotið tveim eldflaugum á lestarstöð þar sem um 50 létu lífið. AFP/Ronaldo Schemidt

„Ég get skilgreint þennan atburð sem stríðsglæp“

Hann sagði að líkin hefðu verið með skotsár, en með því vildi hann leggja áherslu á að fórnalömbin hefðu látist af beinum völdum rússneska hersins frekar en að þau hafi látist vegna óbeinna árása, s.s. vegna loftárasa.

„Ég get skilgreint þennan atburð sem stríðsglæp,“ sagði hann. „Alþjóðalög skilgreina dráp á almennum borgurum í hvers kyn hernaðarátökum sem stríðsglæp.“

Frekari rannsóknir munu fara fram á líkunum í framhaldinu svo að unnt sé að sanna stríðsglæp rússneska hersins. Rússland hefur neitað aðild að glæpnum og lýst því yfir að ljósmyndir af líkunum séu falsaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert