10 milljörðum evra safnað fyrir Úkraínu

Andrzej Duda forseti Póllands, Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar …
Andrzej Duda forseti Póllands, Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins og Hugh Evans, forstjóri Global Citizen. AFP

Safnast hafa um 10 milljarðir evra í alþjóðlegri fjáröflun fyrir Úkraínu sem kallast Stöndum upp fyrir Úkraínu (e. Stand Up for Ukraine). Fjármagnið nemur um 1.398 milljörðum íslenskra króna. 

Stöndum upp fyrir Úkraínu herferðin hefur safnað um níu milljörðum evra fyrir fólk sem þarf að flýja sprengjur, innan sem utan Úkraínu, ásamt milljarði til viðbótar sem End­ur­reisn­ar- og þró­un­ar­banki Evr­ópu (EBRD) lagði fram,“ sagði Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins í dag.

Hún greindi frá því að fram­kvæmda­stjórn­ Evr­ópu­sam­bands­ins hafi lagt fram einn milljarð evra, þar af færu 600 milljón evrur til stjórnvalda í Úkraínu og 400 milljónir til framvarðasveita á víglínunni. 

Þá lofaði hún að meira væri á leiðinni. 

Frægir tóku þátt

Á meðal þeirra sem tóku þátt í herferðinni var tónlistarfólkið Elton John, Alanis Morissette og Billie Eilish.

„Það er skelfilegt að sjá þjáningar Úkraínumanna á meðan þessi átök hafa þróast. Engin á að þurfa að upplifa svona harmleik,“ sagði Elton John á Facebook.

Rúmlega 4,5 milljónir manna hafa flúið Úkraínu síðan að innrás Rússa hófst 24. febrúar. 

Flestir hafa farið til annarra Evrópulanda, til að mynda Póllands sem hefur tekið við um 2,5 milljón manna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert