Fá hæstu sektir sem gefnar hafa verið út

Flugdólgum fjölgar í Bandaríkjunum.
Flugdólgum fjölgar í Bandaríkjunum. AFP

Tveir flugfarþegar sem eru um sakaðir „óstýriláta hegðun“, hafa fengið hæstu sektir sem bandarísk flugmálayfirvöld hafa nokkurn tímann lagt til. 

BBC greinir frá því að sekt flugdólganna hafi hljóðað upp á tugi þúsunda bandaríkjadala en bandarísk flugmálayfirvöld hafa sektað einstaklinga fyrir um tvær milljónir bandaríkjadala á þessu ári, eða um 260 milljónir íslenskra króna. 

Metfjöldi sekta var gefinn út á síðasta ári sem má meðal annars rekja til þess hve margir virtu grímuskylduna að vettugi. 

„Ef þú ert í flugvél, ekki vera skíthæll og ekki stofna lífi áhafnarinnar og farþega í hættu,“ sagði Pete Buttigieg, sam­gönguráðherra Banda­ríkj­anna, í viðtali við ABC. 

Reyndu að opna neyðarútgang á ferð

Í einu tilfelli var einstaklingur á ferð frá Texas til Norður-Karólínu sektaður um tæplega 82 þúsund dollara, eða því sem nemur 10 milljónum króna, fyrir að hóta flugfreyju líkamsárás. Flugfreyjan hafði boðist til þess að aðstoða farþegann er hann datt. 

Farþegin ýtti þá flugfreyjunni og reyndi að opna neyðarútgang. Á meðan áhöfnin reyndi að stöðva farþegann á hann að hafa kýlt eina flugfreyju endurtekið í höfuðið.

Þegar farþeginn var handtekin skyrpti hann, veitti höfuðhögg og sparkaði í aðra farþega og áhöfn.

Í öðru tilviki, á leið frá Las Vegas til Atlanta, reyndi farþegi að kyssa og faðma farþegann sem sat við hlið hans. Farþeginn reyndi síðan að opna neyðarútgang, neitaði að setjast í sætið sitt og beit aðra farþega. Sá farþegi var sektaður um 77 þúsund dollara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert