Johnson fundar með Selenskí í Kænugarði

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er staddur í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, þar sem hann fundar með Volodimír Selenskí, forsætisráðherra landsins, vegna innrásar Rússa.

Sendiráð Úkraínu í Lundúnum birti færslu á Twitter með mynd af leiðtogunum tveimur. 

Johnson fylgir þar fordæmi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem heimsótti borgina fyrr í vikunni.

Uppfært kl. 14.36:

Fram kemur í tilkynningu frá Downingstræti að með heimsókninni vill Johnson sýna samstöðu með almenningi í Úkraínu.

„Þær ætla að ræða langtímastuðning Breta við Úkraínu og forsætisráðherrann ætlar að leggja til aukna fjárhagsaðstoð og fleiri hergögn,“ sagði talsmaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert