Tíu flóttamannaleiðir fyrir almenna borgara í Úkraínu hafa verið samþykktar í dag. Þar á meðal fær fólk að yfirgefa hafnarborgina Maríupol á einkabílum.
Iryna Vereshchuk, vararforsætisráðherra Úkraínu, greindi frá þessu.
Fólk sem hefur náð að flýja Maríupol undanfarna daga hefur lýst svæðinu sem „kirkjugarði“, að sögn BBC.
Lík hafi ekki verið grafin djúpt niður í jörðu, hermenn stundað þjófnað og sveltandi íbúar sem fara úr skjóli og reyna að sækja sér vatn séu drepnir.