Kanslari Austurríkis til fundar með Pútín

Talsmaður Nehammer segir að kanslarinn hafi upplýst yfirvöld í Berlín, …
Talsmaður Nehammer segir að kanslarinn hafi upplýst yfirvöld í Berlín, Brussel og Selenskí, um fyrirhugaðan fund við Pútín. AFP

Karl Nehammer, kansl­ari Aust­ur­rík­is mun ganga til fund­ar við Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands í Moskvu, mánu­dag­inn 11.apríl. 

Nehammer fundaði með Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu, í gær. Þá heim­sótti hann einnig Bút­sja með for­set­an­um og verður sú heim­sókn því fersk í minni hans á fund­in­um með Pútín.

Að lokn­um fundi leiðtog­anna tveggja til­kynnti Selenskí að Aust­ur­ríki stæði við bakið á Úkraínu­mönn­um og að heim­sókn kansl­ar­ans hafi verið mik­il­væg og tákn­ræn staðfest­ing á því.

Hér má sjá þá Nehammer og Selenskí takast í hendur …
Hér má sjá þá Nehammer og Selenskí tak­ast í hend­ur í Úkraínu í gær. AFP

Hvetja til viðræðna

Talsmaður Nehammer seg­ir að kansl­ar­inn hafi upp­lýst Selenskí og yf­ir­völd í Berlín og Brus­sel, um fyr­ir­hugaðan fund við Pútín. Mark­mið fund­ar­ins sé að hvetja Rússa til viðræðna en rúss­nesk­ir og úkraínsk­ir samn­ings­gerðar­menn hitt­ust síðast þann 29. mars.

Kansl­ar­inn er fyrsti leiðtog­inn úr Evr­ópu­sam­band­inu til þess að hitta Pútín síðan Rúss­ar gerðu inn­rás í Úkraínu þann 24. fe­brú­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka