Lík fundust í ræsi fyrir utan Kænugarð

Bygging í Borodianka, norðvestur af Kænugarði, ónýt eftir árásir Rússa.
Bygging í Borodianka, norðvestur af Kænugarði, ónýt eftir árásir Rússa. AFP/Ronaldi Schemidt

Að minnsta kosti tvö lík fundust ofan í ræsi við bensínstöð fyrir utan Kænuborg, höfuðborg Úkraínu, í morgun, að sögn fréttaritara AFP-fréttastofunnar á staðnum.

Miðað við klæðnaðinn virðist sem um almenna borgara hafi verið að ræða. Dýna virtist vera ofan á öðru líkinu.

Líkin við þjóðveg vestur af Kænugarði, skammt frá þorpinu Buzova.

Úkraínumenn segjast hafa fundið töluvert af líkum almennra borgara í bæjum fyrir utan Kænugarð þangað sem rússneskar hersveitir hörfuðu. Þeir saka Rússa um stríðsglæpi.

Kona í öngum sínum kom að ræsinu og horfði þangað niður áður en hún brotnaði saman. „Sonur minn, sonur minn,“ grét hún.

Ekki er búið að ná líkunum upp úr ræsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert