Macron með forystu í forsetakosningunum

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, leiðir í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna.

Tólf eru í framboði en aðeins tveir þeirra komast áfram í seinni umferð kosninganna eftir tvær vikur, þann 24. apríl.

Allar líkur eru á að það verði Macron og stjórnarandstæðingur hans, Marine Le Pen, samkvæmt útgönguspám.

Macron fékk 28 til 30 prósent atkvæða og Le Pen fékk 23 til 25 prósent.

Marine Le Pen og Emmanuel Macron.
Marine Le Pen og Emmanuel Macron. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert