Macron og Le Pen mætast í síðari umferð

Emmanuel Macron og Marine Le Pen munu mætast í síðari umferð frönsku forsetakosninganna en alls voru tólf í framboði.

Einungis verður kosið á milli þeirra tveggja í síðari umferð kosninganna sem fer fram 24. apríl.

Macron hafði sigur í fyrri umferðinni í dag en útgönguspár gera ráð fyrir að hann hafi fengið 28 til 29% atkvæða á meðan Le Pen fékk 23 til 24%.

Kjörstöðum var lokað klukkan sex og útgönguspár birtar skömmu síðar.

„Ekki gera mistök, ekkert er ákveðið. Kappræðurnar næstu tvær vikurnar munu ráða úrslitum fyrir landið okkar og Evrópu,“ sagði Macron er hann ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld. 

Marine Le Pen og Emmanuel Macron.
Marine Le Pen og Emmanuel Macron. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert