„Stoltur strákur“ játar að hafa skipulagt árásina

Mynd tekin af því þegar hópur fólks ruddist inn í …
Mynd tekin af því þegar hópur fólks ruddist inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2020. AFP

Maður að nafni Char­les Donohoe hef­ur játað sök er varðar skipu­lagn­ingu árás­ar­inn­ar á þing­húsið í Banda­ríkj­un­um eft­ir sig­ur Joes Bidens í for­seta­kosn­ing­um Banda­ríkj­anna 2020. 

Hann var hand­tek­inn í mars í fyrra og hef­ur verið í gæslu­v­arðhaldi síðan. Þetta kem­ur fram í frétt Guar­di­an um málið.

Fær lík­lega 6 til 7 ára dóm

Donohoe er 34 ára gam­all og er frá rík­inu Norður-Karólínu í Banda­ríkj­un­um. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 28 ára fang­els­is­dóm.

Sak­sókn­ar­ar hafa þó metið það svo að hann yrði aðeins lát­inn sitja inni í sex eða sjö ár. Donohoe hef­ur gert sam­komu­lag við sak­sókn­ara um að leggja þeim lið í mál­inu.

Stolt­ir strák­ar snú­ast gegn hver öðrum

Donohoe er mik­ils met­inn í fé­lags­skapn­um Stolt­ir strák­ar (e. Proud boys). Enrique Tarrio og Dom­inic Pezzola til­heyra þess­um sama fé­lags­skap og aðalmeðferð í þeirra mál­um verður í maí. 

Í des­em­ber steig Matt­hew Greene fram, fyrst­ur fé­laga Stoltra stráka, og játaði sök að því er varðaði þátt­töku í árás­inni og skipu­lagn­ingu henn­ar. Þá gekkst hann einnig við því að aðstoða yf­ir­völd við nán­ari rann­sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka