„Stoltur strákur“ játar að hafa skipulagt árásina

Mynd tekin af því þegar hópur fólks ruddist inn í …
Mynd tekin af því þegar hópur fólks ruddist inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2020. AFP

Maður að nafni Charles Donohoe hefur játað sök er varðar skipulagningu árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum eftir sigur Joes Bidens í forsetakosningum Bandaríkjanna 2020. 

Hann var handtekinn í mars í fyrra og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan. Þetta kemur fram í frétt Guardian um málið.

Fær líklega 6 til 7 ára dóm

Donohoe er 34 ára gamall og er frá ríkinu Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 28 ára fangelsisdóm.

Saksóknarar hafa þó metið það svo að hann yrði aðeins látinn sitja inni í sex eða sjö ár. Donohoe hefur gert samkomulag við saksóknara um að leggja þeim lið í málinu.

Stoltir strákar snúast gegn hver öðrum

Donohoe er mikils metinn í félagsskapnum Stoltir strákar (e. Proud boys). Enrique Tarrio og Dominic Pezzola tilheyra þessum sama félagsskap og aðalmeðferð í þeirra málum verður í maí. 

Í desember steig Matthew Greene fram, fyrstur félaga Stoltra stráka, og játaði sök að því er varðaði þátttöku í árásinni og skipulagningu hennar. Þá gekkst hann einnig við því að aðstoða yfirvöld við nánari rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka