Undirbúa sig fyrir „harða bardaga“

Mykhailo Podolyak, til vinstri.
Mykhailo Podolyak, til vinstri. AFP

Úkraínumenn eru að undirbúa sig fyrir „harða bardaga“ gegn rússneskum hersveitum í austurhluta landsins, að sögn embættismanna í Kænugarði, höfuðborg landsins.

Á sama tíma hafa þúsundir almennra borgara flúið af ótta við yfirvofandi átök.

Fjöldi fólks hélt áfram að flýja borgina Kramatorsk í austurhluta Úkraínu gær þar sem eldflaug varð 52 manns að bana á lestarstöð deginum áður.

Mykhaylo Podolyak, ráðgjafi Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, sagði að Úkraína verði að stöðva Rússa í austurhluta Donbas þar sem Rússar hafa náð stjórn á tveimur svæðum aðskilnaðarsinna, áður en fundur getur átt sér stað á milli Selenskís og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.

„Úkraína er tilbúin í mikla bardaga. Úkraína verður að sigra þá, þar á meðal í Donbas. Um leið og það gerist hefur Úkraína sterkari stöðu í samningaviðræðum,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert