Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tétsníu, segir að árásir séu fyrirhugaðar af hálfu Rússa, ekki bara á hafnarborgina Maríupol, heldur einnig á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og aðrar úkraínskar borgir.
Í myndbandi sem var birt á Telegram snemma í morgun sagði Kadyrov að hann ætlaði að „frelsa að fullu [héruðin Luhansk og Donetsk í austri]... og eftir það taka yfir Kænugarð og allar aðrar borgir,“ sagði hann.
„Ég fullvissa ykkur um að það verður ekkert gefið eftir,“ bætti hann við, að sögn BBC.
⚡️Chechen leader Ramzan Kadyrov says Russian forces will take Kyiv, other Ukrainian cities.
— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) April 11, 2022
Kadyrov said in a Telegram post on April 11 that a Russian assault will be conducted against Mariupol, and in Luhansk and Donetsk Oblasts, after which Russian forces will take Kyiv.
Stríðið í Úkraínu hefur færst meira austur á bóginn þar sem úkraínskar hersveitir eru gráar fyrir járnum og vel undirbúnar.
Rússneskir embættismenn segjast núna einbeita sér að „algjörri frelsun“ Donbas, og eiga þar við héruðin Luhansk og Donetsk.