Úkraínskir hermenn undirbúa sig nú undir lokaorrustuna í borginni Maríupól og nágrenni en þar hafa verið harðir bardagar undanfarnar vikur.
Ef til vill þeir hörðustu frá því innráðs Rússa í Úkraínu hófst. Liðsmaður úr herbúðum Úkraínumanna í Maríupól segir á samfélagsmiðlum að líklega sé síðasta orrustan á svæðinu framundan.
Það verði lokatilraun til að halda borginni á valdi Úkraínumanna þar sem skotfæri séu senn á þrotum.
„Þetta mun þýða dauða fyrir suma okkur og fangavist fyrir aðra,“ en samkvæmt færslunni eru Úkraínumenn í borginni umkringdir rússneskum hermönnum. Helmingur manna í úkraínsku herdeildinni séu særðir.
Þeir sem ekki hafi misst útlimi muni hins vegar reyna að berjast á meðan skotfæri séu til staðar. Hvort sem það séu matsveinar, bílstjórar eða þeir sem hafi hingað til séð um fjarskiptin.