Taka upp grímuskyldu innandyra að nýju

Grímuskylda. Mynd úr safni.
Grímuskylda. Mynd úr safni. AFP

Yfirvöld í Fíladelfíu í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum hafa ákveðið að setja á grímuskyldu innandyra að nýju vegna ört hækkandi fjölda kórónuveirusmita í borginni.

Um mánuður er síðan grímuskyldu var aflétt í borginni, en engin önnur stórborg í Bandaríkjunum hefur tilkynnt um grímuskyldu í vor. 

Að meðaltali 142 smit hafa greinst daglega í borginni undanfarna viku, en meðalfjöldi smita á dag var yfir 4 þúsund í byrjun árs. 

Fram kemur í frétt New York Times að borgaryfirvöld vilji reyna að koma í veg fyrir innlagnir á sjúkrahús og dauðsföll vegna veirunnar og því sé nú reynt að takmarka dreifingu veirunnar fyrr en í fyrri bylgjum. 

Grímuskyldan tekur gildi í næstu viku og verður í gildi þar til daglegur smitfjöldi hefur lækkað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert