Að minnsta kosti 13 eru særðir eftir skotárás sem átti sér stað í jarðlestarstöð í Brooklyn-hverfi í New York í Bandaríkjunum.
BREAKING: At least five people have been shot in separate incidents involving a northbound N train in Brooklyn, New York, according to police sources. Police are also investigating whether a smoke device was detonated. Watch ABC News Live now for updates: https://t.co/2uDc07RBEP pic.twitter.com/VPFCUnuw8W
— ABC News Live (@ABCNewsLive) April 12, 2022
Talskona lögreglunnar í borginni segir að tilkynning hafi borist bandarísku neyðarlínunni kl. 08:27 að staðartíma (kl. 12:27 að íslenskum tíma). Lögreglan segir ennfremur að nokkrir ósprungnar hlutir hafi fundist á vettvangi, en ekki er tiltekið að um sprengjur hafi verið að ræða.
Talsmaður slökkviliðsins segir að hið minnsta 13 hafi særst við jarðlestarstöðina við 36. stræti í Brooklyn.
Fram kemur í umfjöllun New York Times að lögreglan leiti nú að manni sem er klæddur í appelsínugult vinnuvesti og að hann hafi verið með gasgrímu. Hún hefur beðið almenning um að halda sig fjarri á meðan lögreglan athafnar sig á vettvangi og vinnur að rannsókn málsins.
Breaking News: Several people were shot on a Brooklyn subway platform during the Tuesday morning commuter rush, officials said. The attack occurred at the 36th Street station in Sunset Park. https://t.co/NiP843NRwx
— The New York Times (@nytimes) April 12, 2022
Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, segir að hún hafi verið upplýst um stöðu málsins.
Talið er að árásarmaðurinn hafi kastað reyksprengju á brautarpallinn til að afvegaleiða fólk í morgunumferðinni.