13 særðir eftir skotárás í Brooklyn

Lögreglumaður á vettvangi í dag.
Lögreglumaður á vettvangi í dag. AFP/Spencer Platt

Að minnsta kosti 13 eru særðir eftir skotárás sem átti sér stað í jarðlestarstöð í Brooklyn-hverfi í New York í Bandaríkjunum. 

Atvikið átti sér stað við jarðlestarstöð við 36th street í …
Atvikið átti sér stað við jarðlestarstöð við 36th street í Brooklyn. Kort/Google
AFP/Spencer Platt

Talskona lögreglunnar í borginni segir að tilkynning hafi borist bandarísku neyðarlínunni kl. 08:27 að staðartíma (kl. 12:27 að íslenskum tíma). Lögreglan segir ennfremur að nokkrir ósprungnar hlutir hafi fundist á vettvangi, en ekki er tiltekið að um sprengjur hafi verið að ræða.  

Talsmaður slökkviliðsins segir að hið minnsta 13 hafi særst við jarðlestarstöðina við 36. stræti í Brooklyn. 

AFP/Spencer Platt

Fram kemur í umfjöllun New York Times að lögreglan leiti nú að manni sem er klæddur í appelsínugult vinnuvesti og að hann hafi verið með gasgrímu. Hún hefur beðið almenning um að halda sig fjarri á meðan lögreglan athafnar sig á vettvangi og vinnur að rannsókn málsins. 

Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, segir að hún hafi verið upplýst um stöðu málsins. 

Talið er að árásarmaðurinn hafi kastað reyksprengju á brautarpallinn til að afvegaleiða fólk í morgunumferðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert