Að minnsta kosti 186 börn hafa verið drepin í Úkraínu og 344 hafa særst eftir að Rússar réðust inn í landið. Embætti ríkissaksóknara í Úkraínu greindi frá þessu á Telegram.
Flest dauðsföllin urðu í héraðinu Donetsk í austurhluta landsins þar sem 113 voru skráð.
Alls hafa 938 menntastofnanir verið skemmdar í árásum Rússa, þar af hafa 87 eyðilagst gjörsamlega, að því er BBC greindi frá.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að næstum tveir þriðjuhluti allra úkraínskra barna, eða um 4,8 milljónir, hafa flúið heimili sín síðan innrásin hófst.