Breska lögreglan sem rannsakar brot Borisar Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, og starfsliðs hans í Downingstræti, á sóttvarnalögum hefur gefið út rúmlega 50 sektir vegna málsins.
Lögreglan í London tilkynnti í síðasta mánuði að 20 sektir hafi verið gefnar út, án þess að greina frá hversu margir fengu sektirnar eða hverjir það voru.
Tilkynning lögreglunnar núna í morgun hefur endurvakið þetta hneykslismál sem hefur verið kallað „Partygate“. Málið varð til þess að Johnson barðist fyrir pólitísku lífi sínu eftir að þingmenn úr hópi Íhaldsflokks hans drógu stuðning sinn við hann til baka.
Partygate: police have issued 50 fixed-penalty notices, says Met https://t.co/HAoIBxwLo4
— The Guardian (@guardian) April 12, 2022