50 sektir vegna „Partygate“

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Breska lög­regl­an sem rann­sak­ar brot Boris­ar John­sons, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, og starfsliðs hans í Down­ingstræti, á sótt­varna­lög­um hef­ur gefið út rúm­lega 50 sekt­ir vegna máls­ins.

Lög­regl­an í London til­kynnti í síðasta mánuði að 20 sekt­ir hafi verið gefn­ar út, án þess að greina frá hversu marg­ir fengu sekt­irn­ar eða hverj­ir það voru.

Til­kynn­ing lög­regl­unn­ar núna í morg­un hef­ur end­ur­vakið þetta hneykslis­mál sem hef­ur verið kallað „Partyga­te“. Málið varð til þess að John­son barðist fyr­ir póli­tísku lífi sínu eft­ir að þing­menn úr hópi Íhalds­flokks hans drógu stuðning sinn við hann til baka.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert