Árásarmaðurinn í Brooklyn gengur enn laus

Fjölmennt lið lögreglumanna á vettvangi í dag.
Fjölmennt lið lögreglumanna á vettvangi í dag. AFP/Timothy A. Clary

Lögreglan í New York leitar enn að byssumanni sem hóf skothríð í jarðarlestarstöð í Brooklyn-hverfi í New York snemma í morgun að staðartíma. Að minnsta kosti 13 særðust í árásinni. 

Myndskeið hafa birst á samfélagsmiðlum sem sýnir fólk hlúa að særðum einstaklingum í stöðinni sem er við 36. stræti í Brooklyn. Starfsfólk stöðvarinnar sjást aðstoða farþega sem voru margir flestir á leið til vinnu, en tilkynnt var um árásina um kl. 8:30 að staðartíma, eða um kl. 12:30 að íslenskum tíma. 

AFP/Angela Weiss

Lögreglan hefur beðið alla um að halda sig fjarri vettvanginum á meðan rannsóknin stendur yfir. Hún segir ennfremur að nokkrir ósprungnir hlutir hafi fundist á vettvangi, en greint hefur verið frá því að byssumaðurinn, sem var klæddur í appelsínugult vinnuvesti og með gasgrímu, hafi kastað reyksprengju inn á brautarpallinn áður en hann lét til skarar skríða. 

Eldur var kveiktur í lestarvagni og einn sjónvarvottur segist hafa séð að minnsta kosti átta manns verða fyrir skoti. 

Talsmaður Hvíta hússins í Washington segir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi verið upplýstur um málið líkt og Kathy Hochul, ríkisstjóri New York. 

AFP/Angela Weiss

Fram kemur í umfjöllun AFP, að um það bil 40.000 manns látist árlega af völdum skotvopna. Sjálfsvíg eru þar með talin. Þá segir að skotárásum hafi farið fjölgandi í New York.

Árásin átti sér stað degi eftir að Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti nýjar aðgerðir til að herða byssulöggjöfina í landinu, en Biden vill herða eftirlit með óskráðum skotvopnum sem fólk getur sett sjálft saman og er mjög erfitt að rekja. 

Þá segir í umfjöllun AFP að um 75% allra manndrápa í Bandaríkjunum séum framin með skotvopnum. 

Atvikið átti sér stað við jarðlestarstöð við 36. stræti í …
Atvikið átti sér stað við jarðlestarstöð við 36. stræti í Brooklyn. Kort/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert