Blaðakonan sem mótmælti ráðin í Þýskalandi

Stundin þegar að Marina Ovsyanníkova ruddist inn í beina útsendingu …
Stundin þegar að Marina Ovsyanníkova ruddist inn í beina útsendingu með skyltið. AFP

Marina Ovsyanníkova, rússneska blaðakonan sem mótmælti innrás Rússlands í Úkraínu í beinni útsendingu, var ráðin sem blaðamaður í Þýskalandi í gær. 

Ovsyanníkova var ráðin sem blaðamaður í lausamennsku hjá þýsku fréttastofunni Welt. Hún mun sinna fréttaöflun frá Úkraínu og Rússlandi fyrir fréttastofuna. 

Ovsaynníkova sýndi hugrekki þegar hún mótmælti innrás Rússlands í Úkraínu með því að ryðjast inn í beinni útsendingu í sjónvarpsfréttum með skilti sem stóð á: „Ekkert stríð, stöðvið stríðið, ekki trúa áróðrinum, þau eru að ljúga að ykkur hérna.“ 

Hún var fangelsuð tímabundið fyrir uppátækið og sektuð um 30.000 rúblur, sem er jafnvirði tæplega 36.000 íslenskra króna. Hún bíður núna eftir dóm í málinu. 

Mótmæli Ovsyanníkovu hefur orðið að ágætri táknmynd fyrir mótmæli við …
Mótmæli Ovsyanníkovu hefur orðið að ágætri táknmynd fyrir mótmæli við innrás Rússlands í Úkraínu. AFP/Thomas Coex

Berjast fyrir frelsi 

Ovsyanníkova lýsti yfir ánægju sinni með nýja vinnuveitanda sinn: „Welt stendur fyrir það sama og hið hugrakka fólk í Úkraínu ver þessa stundina, frelsi.“  

Að sögn hennar er það skylda hennar sem blaðamaður að verja frelsið og segist hún hæstánægð með að geta gert það núna sem starfsmaður Welt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert