Lík sex manna sem voru skotnir til bana fundust í kjallara í byggingu í Brovarí fyrir utan Kænugarð. Er þetta nýjasta uppgötvunin sem styður við ásakanir um voðaverk rússneskra hermanna í stríðinu í Úkraínu, að mati úkraínskra saksóknara.
Telja þeir að morðin hafi verið framin af rússneskum hersveitum sem höfðu yfirtekið svæðið í útjaðri Kænugarðs í upphafi innrásarinnar.
Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um mikil grimmdarverkum og stríðsglæpi í Úkraínu. Eftir að her þeirra hörfaði frá Kænugarði komu í ljós að hundruð óbreyttra borgara hafi verið drepnir á svæðinu, m.a. í Bútsja.
Þjóðarleiðtogar víðsvegar um heiminn hafa fordæmt aðgerðir hersins og er nú verið að rannsaka mögulega stríðsglæpi.
„Nýjar fjöldagrafir finnast nánast daglega. Verið er að safna vitnisburðum. Þúsundir og þúsundir fórnarlamba. Hundruð tilfella af pyntingum. Lík halda áfram að finnast í holræsum og kjöllurum,“ sagði Volodimír Selenskí við lithháíska þingmenn í dag.