Náðu helsta stuðningsmanni Pútíns

Skjáskot af Telegram reikningi Volodímír Selenskí sem sýnir Viktor Medvedtjúk.
Skjáskot af Telegram reikningi Volodímír Selenskí sem sýnir Viktor Medvedtjúk.

Yfirvöld í Úkraínu tilkynntu í dag að þau hefðu náð úkraínska óligarkanum  Viktor Medvedtjúk, en hann hafði verið í stofuvarðhaldi í Kænugarði en náði að flýja stuttu eftir innrás Rússa.

Medvedtjúk er lögfræðingur og viðskiptamógúll og stjórnmálamaður í Úkraínu. Hann var formaður stjórnmálasamtakanna „Val Úkraínu“ sem eru hliðholl Rússum og hefur verið talinn einn af helstu stuðningsmönnum Vladimír Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu.

Forseti Úkraínu Volodímír Selenskí póstaði mynd af óligarkanum í handjárnum og í úkraínskum herbúningi á samskiptaforritnu Telegram í dag þar sem hann segir:

 „Leyniþjónusta Úkraínu hefur lokið sérverkefni sínu. Vel gert!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert