Bólusetningar komu í veg fyrir 150 þúsund dauðsföll

Tæplega 90% allra Ítala 12 ára og eldri eru fullbólusettir …
Tæplega 90% allra Ítala 12 ára og eldri eru fullbólusettir við veirunni. AFP/MARCO BERTORELLO

Bólusetningarátak Ítala kom í veg fyrir 150 þúsund dauðsföll af völdum kórónuveirufaraldursins en alls hafa rúmlega 160 þúsund látist af völdum veirunnar í landinu.

Þetta kom fram í tilkynningu frá heilbrigðisstofnun Ítalíu, þar sem vitnað er í skýrslu um bólusetningar í landinu.

Þar segir enn fremur að bólusetningar hafi komið í veg fyrir átta milljón tilfelli veirunnar, 500.000 þúsund innlagnir á spítala og 55 þúsund innlagnir á gjörgæslu.

Tímalína skýrslunnar er frá 27. desember 2020, þegar bólusetningar hófust í landinu, til 31. janúar á þessu ári.

Veiran hefur leikið Ítali grátt en dauðsföll þar eru þau næstflestu í Evrópu, á eftir Bretlandi.

Tæplega 90% allra Ítala 12 ára og eldri eru fullbólusettir við veirunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert