Rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum gagnrýnir Ned Price, upplýsingafulltrúa bandaríska utanríkisráðuneytisins, og sakar hann um að breiða út áróður þess efnis að Rússar muni hugsanlega beita efnavopnum í Úkraínu.
Price sagðist í gær hafa áhyggjur af því að Rússar myndu beita efnavopnum í Úkraínu og benti á að rússneski herinn hefði áður beitt slíkum vopnum.
Rússneska sendiráðið segir slík ummæli ekki byggð á staðreyndum.
Samkvæmt yfirlýsingu sendiráðsins eyddu yfirvöld í Rússlandi síðustu birgðum sínum af efnavopnum fyrir fimm árum síðan.
Volodymír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta fullyrt að Rússar hafi beitt efnavopnum í sókn sinni að hafnarborginni Maríupol í suðurhluta Úkraínu.
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru þjóðarmorð. Hann sagði enn fremur að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, reyndi að eyða þeim möguleika að fólk kallaði Úkraínumenn.