Saka Bandaríkjamenn um að dreifa áróðri

Samkvæmt yfirlýsingu sendiráðsins eyddu yfirvöld í Rússlandi síðustu birgðum sínum …
Samkvæmt yfirlýsingu sendiráðsins eyddu yfirvöld í Rússlandi síðustu birgðum sínum af efnavopnum fyrir fimm árum síðan. AFP/Alexander NEMENOV

Rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum gagnrýnir Ned Price, upplýsingafulltrúa bandaríska utanríkisráðuneytisins, og sakar hann um að breiða út áróður þess efnis að Rússar muni hugsanlega beita efnavopnum í Úkraínu.

Price sagðist í gær hafa áhyggjur af því að Rússar myndu beita efnavopnum í Úkraínu og benti á að rússneski herinn hefði áður beitt slíkum vopnum.

Rússneska sendiráðið segir slík ummæli ekki byggð á staðreyndum.

Samkvæmt yfirlýsingu sendiráðsins eyddu yfirvöld í Rússlandi síðustu birgðum sínum af efnavopnum fyrir fimm árum síðan.

Volodymír Selenskí, for­seti Úkraínu, seg­ist ekki geta full­yrt að Rúss­ar hafi beitt efna­vopn­um í sókn sinni að hafn­ar­borg­inni Maríu­pol í suður­hluta Úkraínu.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru þjóðarmorð. Hann sagði enn fremur að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, reyndi að eyða þeim möguleika að fólk kallaði Úkraínumenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert