Opna flóttamannaleiðir á ný

Almennir borgarar á Donbas-svæðinu flýja heimkynni sín.
Almennir borgarar á Donbas-svæðinu flýja heimkynni sín. AFP

Úkraína tilkynnti í dag að landið myndi á nýjan leik opna fyrir níu flóttamannaleiðir svo almennir borgara gætu flúið stríðshrjáð svæði.

Varaforsætisráðherra Úkraínu Irína Veresjúk sagði í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að níu leiðir í austur- og suðurhluta landsins myndu opna aftur degi eftir að flóttamannaleiðirnar lokuðu því þær voru að sögn Veresjúk „of hættulegar“.

„Mannúðarlegar útgönguleiðir verða opnar svo lengi sem herinn hættir skotárásum,“ sagði Veresjúk.

Kveðjustund.
Kveðjustund. AFP

Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt fólk í suðurhluta Donbas-svæðisins til að fara fljótt vestur en óttast er að Rússar muni reyna að hertaka héruðin Donetsk og Lúgansk.

Í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu er sagt að rússneskir hermenn hafi gert árás á lestarstöð sem nýlega var notuð til rýmingar með þeim afleiðingum að yfir 50 manns fórust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert