Vill auka fjölbreytni í útflutningi til Asíu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti á fundi um orkumál í dag.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti á fundi um orkumál í dag. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti kallaði eftir aukinni fjölbreytni í útflutningi á orku frá Rússlandi til Asíu í dag.

Frá þessu er greint á fréttaveitu AFP.

Varaði Pútín sömuleiðis við því að Evrópuríki væru að valda óstöðugleika á markaðnum með því að loka fyrir innflutning á orku frá Rússlandi.

„Við þurfum að auka fjölbreytni í útflutningi og færa stefnu okkar inn á ört vaxandi markað í suðri og austri skref fyrir skref,“ sagði Pútín á sjónvörpuðum fundi um orkumál.

Sem fyrr sagði gagnrýndi hann einnig aðgerðir Evrópuríkja um að hætta að taka við rússneskri orku og sagði þær „valda enn meiri óróa á markaðnum og ýta undir frekari verðhækkanir“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert