Óeirðir hafa geisað í Svíþjóð síðustu þrjár nætur eftir að öfgasinnar kveiktu í eintaki af Kóraninum, helgasta rit múslima.
BBC greinir frá því að mótmælin hófust eftir að Stram Kurs-hreyfingin, undir stjórn stjórnmála- og öfgamannsins, Rasmus Paludan kveiktu í Kóraninum á fimmtudaginn og hótuðu að gera það aftur.
Paludan hefur áður setið í fangelsi í Danmörku fyrir kynþáttahatur.
Í nótt kveiktu mótmælendur í bílum og köstuðu steinum í lögreglu.
Að minnsta kosti 16 lögreglumenn hafa særst í átökum síðustu daga í Stokkhólmi og Malmö.
Anders Thornberg lögreglustjóri segir að mótmælendur sýni virðingaleysi gagnvart lífi lögreglumanna. „Við höfum séð ofbeldisfull mótmæli áður en þetta er eitthvað annað.“