Að minnsta kosti 40 skipsverjar létust

Að minnsta kosti 40 skipverjar létust.
Að minnsta kosti 40 skipverjar létust. Ljósmynd/BBC

40 skipsverj­ar lét­ust, nokk­urra er enn saknað og enn fleiri eru særðir eft­ir að Moskva, flagg­skipi Rússa sökk í Svarta­hafi.

BBC hef­ur eft­ir rúss­neska dag­blaðinu, Novaya Gazeta Europe, þar sem rætt var við móður eins skipsverj­anna.

Varn­ar­málaráðuneyti Rússa til­kynnti að skipið hafi sokkið á fimmtu­dag­inn í óveðri þar sem eld­ur hafði komið upp í skip­inu.

Her Úkraínu hafði áður til­kynnt um að þeim hafi tek­ist að skjóta á skipið og sökkva því með svo­kölluðum Neptún­us­ar-eld­flaug­um.

Móðir skip­verj­ans sagði í viðtal­inu að son­ur henn­ar hafi hringt í hana og sagði að þrjár eld­flaug­ar hafi hæft skipið.

„Hann hringdi í mig og var grát­andi yfir því sem hann sá. Það var skelfi­legt,“ sagði móðirin og bætti við að son­ur henn­ar hafi ekki gefið ná­kvæm­ari upp­lýs­ing­ar um hvað hann sá en að marg­ir hafi misst út­limi. 

Dag­blaðið nafn­grein­ir ekki móður­ina til þess að vernda hana en seg­ist hafa heim­ild­ir fyr­ir því að son­ur henn­ar hafi verið á skip­inu.

Örlög skips­ins eru sögð bæði niður­læg­ing fyr­ir rúss­neska flot­ann sem og stórt högg á sam­stöðu og bar­áttu­anda Rússa.

Flaggskip Rússlands í Svartahafi, Moskva, sökk á fimmtudaginn.
Flagg­skip Rúss­lands í Svarta­hafi, Moskva, sökk á fimmtu­dag­inn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka