Friðarviðræður hangi á bláþræði

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Volodimír Seleskí, forseti Úkraínu, segir stöðuna í Maríupol ómannúðlega og hefur varað við því að verði ráðist að síðustu hermönnunum sem standa vaktina í hafnarborginni, muni það binda enda á friðarviðræður að þeirra hálfu. 

„Rússar reyna þú viljandi að gera út um alla sem eru þar,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu á myndskeið um ástandið í Maríupol. 

Setja afarkosti

Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur gefið út að hersveitir Rússa hafi „hreinsað þéttbýli Maríupol af Úkraínumönnum“. Einu Úkraínumenn sem eftir eru séu í iðnaðarhverfinu Azovstal, þeirra eina von um að lifa af sé að leggja niður vopn og gefast upp.

Rússar hafa þyngt sókn að Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, sólarhring eftir að varað var við því að aftur yrði sótt að borginni, vegna meintra árása Úkraínumanna í Rússlandi.

Rússar segjast hafa hæft vopnaverksmiðju í Úkraínu með langdrægum eldflaugum sem skotið er af sjó. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert