Lögregla særði þrjá í mótmælum í Norrköping þar sem mótmælt var áætlunum hægriöfgaflokksins Stram Kurs um að brenna eintak af Kóraninum.
„Lögreglan skaut mörgum viðvörunarskotum. Þrjár manneskjur virðast hafa orðið fyrir endurkasti byssukúla og er verið að gera að sárum þeirra á sjúkrahúsi,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.
Sextán lögreglumenn særðust í mótmælunum þar sem mótmælendur köstuðu steinum í lögreglumenn og kveiktu í bílum.
Rasmus Paludan er leiðtogi Stram Kurs og er nú á ferð um Svíþjóð til að safna undirskriftum svo hann geti boðið sig fram í kosningunum í Svíþjóð í september.
Hann heimsækir hverfi þar sem hátt hlutfall múslima býr í, og segist ætla að brenna þar eintök af Kóraninum.
Hann hefur setið í fangelsi í Danmörku fyrir kynþáttahatur og var handtekinn og vísað úr landi frá Frakklandi árið 2020.