Segir Johnson hafa átt frumkvæðið að veislu

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Verka­manna­flokk­ur Bret­lands gaf skyn í dag að Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hafi átt frum­kvæðið að ein­um af veislu­höld­un­um í Down­ingstræti á meðan strang­ar sam­komutak­mark­an­ir voru í gildi. John­son hef­ur áður neitað að hafa verið í veisl­unni. 

Ang­ela Rayner, vara­formaður Verka­manna­flokks­ins, sagði í dag að sam­kom­an hafi orðið að veislu er John­son mætti og byrjaði að hella áfengi í glös.

The Guar­di­an grein­ir frá því að veisl­an hafi átt sér stað 13. nóv­em­ber árið 2020.

„Á meðan bresk­ur al­menn­ing­ur var að fórna miklu var Bor­is John­son að brjóta lög,“ sagði Rayner og bætti við að for­sæt­is­ráðherr­ann hafi ít­rekað logið að bresku þjóðinni.

Bú­ist er við hörðum deil­um í breska þing­unni í vik­unni um hvort John­son hafi logið að þing­inu, en hann hef­ur haldið því fram að veisl­urn­ar hafi ekki átt sér stað og að sótt­varn­a­regl­um hafi ávalt verið fylgt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert