Á þriðja tug handtekin vegna mótmælanna

Mótmælendur sparka í dós af táragasi.
Mótmælendur sparka í dós af táragasi. AFP/Johan Nilsson

Búið er að handtaka 26 einstaklinga eftir að átök brutust úr milli sænsku lögreglunnar og mótmælenda um helgina þar sem áformum hægri öfgaflokksins Stram Kurs um að brenna eintök af Kóraninum var mótmælt.

Nú þegar er búið að kveikja í einu slíku helgiriti.

Átta voru handteknir í Norrköping og átján í nágrannaborginni Linköping, að því er fram kemur í yfirlýsingu lögreglu. Átök brutust út í báðum borgum í gær sem er í annað skipti sem það gerist á síðustu fjórum dögum. 

Mótmælendur kveiktu m.a. í bílum og köstuðu steinum í lögreglu.
Mótmælendur kveiktu m.a. í bílum og köstuðu steinum í lögreglu. AFP/Johan Nilsson

Hafa mótmælendur m.a. kveikt í bílum og kastað steinum í lögreglu.

Þrír mótmælendur særðust í gær þegar lögregla skaut viðvörunarskotum en að minnsta kosti 16 lögreglumenn hafa særst í átökunum síðustu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert