Heiðrar hermennina sem voru í Bútsja

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti heiðraði í dag herdeild sem yfirvöld í Úkraínu hafa sakað um stríðsglæpi nærri Kænugarði.

Á sama tíma sakar Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, Rússa um að vilja eyðileggja allt Don­bas-hérað sem staðsett er í aust­ur­hluta lands­ins.

Pútín heiðraði 64 vélbyssu herdeildina með titlinum „Verðir“ fyrir að verja „móðurlandið og hagsmuni þess“. Þá hrósaði hann hermönnunum fyrir hugrekki og þreutseigju.

Varnarmálaráðherra Úkraínu hefur sakað herdeildina um að hafa framið stríðglæpi í Bútsja, þar sem almennir borgarar voru drepnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert