Yfirvöld í Kína hafa einungis staðfest þrjú andlát af völdum Covid-19 sjúkdómsins í borginni Sjanghæ frá því að gripið var til hertra samkomutakmarka í síðasta mánuði, þrátt fyrir að hundruð þúsund smita hafi verið skráð.
Voru einstaklingarnir á aldrinum 89 ára til 91 árs, og voru þeir allir óbólusettir með undirliggjandi heilsufarsvandamál. Harðar takmarkanir hafa verið við lýði í Kína og hefur markmiðið verið að halda Covid-smitum alveg niðri.
Uppgefinn tala yfir fjölda látinna hefur vakið upp mikla tortryggni þar sem tíðni bólusetninga þykir ekki afar há í Kína. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Sjanghæ hafa um tveir þriðju íbúa sem hafa náð sextíu ára aldri fengið fulla bólusetningu, og undir 40% hafa fengið örvunarskammt.
Samkvæmt óstaðfestum heimildum er tala látinna tæplega níu þúsund frá því að Ómíkron-bylgjan hófst í janúar.