Áhafnar Moskvu saknað

Mikið eyðilagt hús í úthverfi í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Mikið eyðilagt hús í úthverfi í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. AFP

Stjórn­völd í Rússlandi neituðu í dag að svara spurn­ing­um um það hvort og þá hversu mikið mann­tjón varð þegar rúss­neska flug­skeyta­skipið Moskva sökk í síðustu viku. For­eldr­ar áhafn­ar­meðlima hafa kraf­ist svara um það hvar börn þeirra séu niður­kom­in.

Skipið fór á kaf eft­ir spreng­ingu sem úkraínsk yf­ir­völd segja að hafi orðið vegna ár­ang­urs­ríks skots flug­skeyt­is en þau rúss­nesku taka fyr­ir það og segja að her­gögn á skip­inu sjálfu hafi sprungið.

680 geta starfað á skip­inu

Rúss­nesk yf­ir­völd segja að áhöfn­in hafi verið færð af skip­inu áður en það sökk en gáfu ekki út frek­ari upp­lýs­ing­ar. Allt að 680 áhafn­ar­meðlim­ir kom­ast fyr­ir á skip­inu.

Eft­ir að Moskva sökk hafa for­eldr­ar og aðrir fjöl­skyldumeðlim­ir þeirra sem voru í áhöfn­inni sagt á sam­fé­lags­miðlum að börn þeirra séu týnd og að þau þurfi svör.

Dmi­try Peskov, talsmaður Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta, sagði í sam­tali við AFP í dag að hann gæti ekki gefið út nein­ar upp­lýs­ing­ar um málið. 

„Öll sam­skipti fara fram í gegn­um varn­ar­málaráðuneytið,“ sagði Peskov. „All­ar upp­lýs­ing­ar sem snerta þetta mál verða gefn­ar út af varn­ar­málaráðuneyt­inu og við höf­um ekki heim­ild­ir til að gefa neitt slíkt út.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert