Johnson skýli sér á bak við stríðið í Úkraínu

Boris Johnson mun ávarpa breska þingið í dag.
Boris Johnson mun ávarpa breska þingið í dag. AFP/ Daniel Leal

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, mun biðjast af­sök­un­ar á því að hafa brotið eig­in lög um sam­komutak­mark­an­ir í fyrstu ræðu sinni í þing­inu eft­ir að lög­regl­an gaf út sekt­ir vegna brot­anna. For­sæt­is­ráðherr­ann mun ávarpa þingið í dag. BBC grein­ir frá.

Gert er ráð fyr­ir því að John­son muni segja að hann hafi ekki brotið lög­in vilj­andi með því að taka þátt í af­mæl­is­veislu í Down­ingstræti 10 í júní árið 2020. 

Breska lög­regl­an hef­ur rann­sakað brot á sam­komutak­mörk­un­um sem áttu sér stað í Dovwn­ingstræti 10 í Covid-19-far­aldr­in­um og gefn­ar hafa verið út 50 sekt­ir vegna máls­ins.

And­stæðing­ar John­sons á þing­inu hafa sakað hann um lyg­ar, þar sem hann hef­ur áður haldið því fram að eng­in lög hafi verið brot­in.

For­sæt­is­ráðherr­ann hef­ur heitið því að segja satt og rétt frá þegar hann ávarp­ar þingið í dag, en bú­ist er við því að hann muni hvetja þing­menn til að ein­blína á önn­ur mál eins og verðhækk­an­ir og stríðið í Úkraínu.

Vilja að kosið verði um rann­sókn á upp­lýs­inga­gjöf

Keir Star­mer, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, sagði í viðtali að John­son hefði ekki bara brotið lög held­ur hefði hann logið að al­menn­ingi og svo logið að þing­inu.

Þá sakaði Star­mer for­sæt­is­ráðherr­ann um að skýla sér á bak við stríðið í Úkraínu og nota það til að þurfa ekki að segja af sér. Sem væri mjög lúa­legt kænsku­bragð.

„Hann mun reyna að biðjast af­sök­un­ar og hann mun strax reyna að koma með af­sak­an­ir,“ sagði Star­mer.

Þing­menn Verka­manna­flokks­ins og annarra stjórn­ar­and­stöðuflokka vilja að kosið verði um það hvort sér­stök rann­sókn­ar­nefnd þings­ins eigi að rann­saka hvort for­sæt­is­ráðherr­ann hafi vís­vit­andi gefið þing­inu vill­andi upp­lýs­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert