Úkraínski herinn hafi ráðist á rússneskt þorp

Úkraínskir hermenn við framlínuna í Karkív. Myndin er úr safni …
Úkraínskir hermenn við framlínuna í Karkív. Myndin er úr safni og tengist meintri árás á rússneska þorpið því ekki með beinum hætti. AFP

Úkraínskar hersveitir hafa ráðist á rússneska þorpið Golovchino sem er staðsett í grennd við landamæri Rússlands og Úkraínu, að sögn Vyacheslav Gladkov svæðisstjóra Belgrod.

Gladkov tilkynnti um þetta á Telegram og sagði hann þar að einn hafi særst í árásinni. 

Enn er óljóst um hvers konar árás á að hafa verið að ræða en fréttastofa Reuters greindi frá.

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, sagði í gærkvöldi að stór­sókn Rússa í Don­bas-héruðunum væri haf­in. 

Úkraínsk yf­ir­völd hafa hvatt íbúa til að yf­ir­gefa Don­bas-héruðin, sem staðsett eru í austurhluta Úkraínu, og fara vest­ur til að flýja um­fangs­mikla sókn Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert