Keir Starmer, Leiðtogi Verkamannaflokksins, segir afsökunarbeiðni Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, vera „djók“ og þingmenn úr öllum flokkum hafa gangrýnt hegðun hans. BBC greinir frá.
Johnson bað í gær þingmenn ítrekað afsökunar á því það að hafa brotið lög um samkomutakmarkanir, en hann ávarpaði þá þingið í fyrsta skipti eftir að lögregla gaf út sektir vegna brotanna. Sagðist hann ekki að hafa talið að hann væri að brjóta lög þegar hann tók þátt í afmælisveislu í Downingstræti 10 í júní árið 2020.
Langflestir þingmenn Íhaldsflokksins fylktu sér á bak við forsætisráðherrann, en Mark Harper, þingmaður flokksins, hefur þó krafist þess að Johnson segi af sér. Hann sé ekki lengur þess verðugur að gegna embættinu.
Kosið verður um það í þinginu á fimmtudaginn hvort sérstök rannsóknarnefnd þingsins muni taka það til skoðunar hvort forsætisráðherrann hafi afvegaleitt þingið.
Kæmist nefndin að þeirri niðurstöðu að Johnson hefði afvegaleitt þingið vísvitandi gæti hann þurft að segja af sér.
Það er þó afar ólíkleg atburðarás, enda miklar líkur eru á því að langflestir þingmenn Íhaldsflokksins muni standa að baki sínum leiðtoga og kjósa gegn því. Sjálfur hefur Johnson neitað því að hafa afvegaleitt þingið vísvitandi.