Dómstóll í Bretlandi hefur lagt fram formlega fyrirskipun um að framselja Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, til Bandaríkjanna.
Assange birti á sínum tíma á WikiLeaks trúnaðarskjöl frá hinu opinbera í Bandaríkjunum varðandi stríðin í Írak og í Afganistan.
Innanríkisráðherra Bretlands, Priti Patel, þarf nú að taka ákvörðun hvað verður gert í framhaldinu en lögfræðingar Assange geta samt áfrýjað framsalinu, verði það niðurstaða Patel.