Rússar gefa Úkraínumönnum séns til klukkan 11

Ástandið í Maríupol er sagt skelfilegt. Hér má sjá mynd …
Ástandið í Maríupol er sagt skelfilegt. Hér má sjá mynd sem var tekin þar fyrir um viku síðan. Á myndinni eru rússneskir hermenn. AFP

Rússneskar hersveitir hafa gefið úkraínskum hermönnum í borginni Maríupol einn séns enn til þess að gefast upp. Tilboðið stendur til klukkan 11 fyrir hádegi að íslenskum tíma. Úkraínskir embættismenn hafa þó gefið það út að hermennirnir muni halda áfram að verja borgina. 

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ástandið í Maríupol sé „enn eins erfitt og mögulegt er.“

Rússar hafa samþykkt að opna á örugga leið fyrir almenna borgara til þess að flýja Maríupol. Slík loforð hafa áður verið gefin og hefur þeim verið framfylgt misjafnlega.

„Við höfum náð bráðabirgðasamkomulagi um flóttaleið fyrir konur, börn og aldraða,“ skrifaði Irína Verestsjúk, staðgengill forsætisráðherra Úkraínu á Telegram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert