Ákall um öryggi fólksins í verksmiðjunni

Loftmynd af Asovstal.
Loftmynd af Asovstal. AFP

Yfirvöld í Úkraínu báðu um örugga flóttaleið fyrir almenna borgara og særða hermenn frá Asovstal-stálverksmiðjunni í Maríupol í dag.

Hermenn og borgarar hafa haldið fyrir í verksmiðjunni undanfarna daga og ekkert komist vegna stöðugra loftárása í borginni.

„Hundruð almennra borgara, börn og særðir úkraínskir hermenn eru föst inni í verksmiðjunni. Þau hafa nánast engan mat, ekkert vatn, engin nauðsynleg lyf. Það verður að fá flóttaleið frá verksmiðjunni og tryggingu fyrir að fólkið verði öruggt á leiðinni,“ sagði í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Úkraínu á samfélagsmiðlum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert