Fagnaði „frelsun“ Maríupol

Vladimir Pútín Rússlandsforseti.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti fagnaði í morgun „frelsun“ úkraínsku hafnarborgarinnar Maríupol úr höndum Úkraínumanna.

Sergei Sjoígu, varnarmálaráðhherra Rússlands, tilkynnti Pútín að Rússar réðu allri borginni, fyrir utan Asovstal-stálverksmiðjuna.

Í sjónvarpsávarpi hvatti Pútín rússneska hermenn til að loka athafnasvæði verksmiðjunnar af, þannig að ekki einu sinni fluga kæmist framhjá.

Forsetinn sagði enn fremur óskynsamlegt af hans herliði að gera áhlaup á verksmiðjuna þar sem rúmlega tvö þúsund úkraínskir hermenn eru staðsettir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert