Fagnaði „frelsun“ Maríupol

Vladimir Pútín Rússlandsforseti.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti fagnaði í morg­un „frels­un“ úkraínsku hafn­ar­borg­ar­inn­ar Maríu­pol úr hönd­um Úkraínu­manna.

Ser­gei Sjoígu, varn­ar­málaráðhherra Rúss­lands, til­kynnti Pútín að Rúss­ar réðu allri borg­inni, fyr­ir utan Asovstal-stál­verk­smiðjuna.

Í sjón­varps­ávarpi hvatti Pútín rúss­neska her­menn til að loka at­hafna­svæði verk­smiðjunn­ar af, þannig að ekki einu sinni fluga kæm­ist fram­hjá.

For­set­inn sagði enn frem­ur óskyn­sam­legt af hans herliði að gera áhlaup á verk­smiðjuna þar sem rúm­lega tvö þúsund úkraínsk­ir her­menn eru staðsett­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert