Forsætisráðherra Danmerkur kominn til Úkraínu

Sanchez og Frederiksen ásamt Olhu Stefanisjínu, staðgengli forsætisráðherra Úkraínu.
Sanchez og Frederiksen ásamt Olhu Stefanisjínu, staðgengli forsætisráðherra Úkraínu. AFP

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, eru komin til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu.

Frederiksen sagðist ætla að senda vopn til Úkraínu til að verjast innrás Rússa í landið.

Sanchez birti myndskeið á Twitter þar sem hann sagðist vera í áfalli yfir grimmdarverkum Rússa á götum borgarinnar Borodíanka.

„Við munum ekki skilja Úkraínumenn eina eftir,“ skrifaði Sanchez enn fremur á Twitter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert