Bandarískt loftmyndafyrirtæki segist hafa myndað fjöldagrafreit þar sem a.m.k. 200 grafir eru nærri borginni Maríupol í austurhluta Úkraínu.
Fyrirtækið Maxar segir að myndirnar sýni stækkun grafreitsins frá því í lok mars. Úkraínsk yfirvöld á svæðinu hafa sakað hersveitir Rússa um að grafa almenna borgara sem þær hafa fellt. Yfirvöld í Mosvku hafa ekki brugðist við ásökununum.
Hersveitir Rússa hafa nú á valdi sínu stærstan hluta Maríupol eftir blóðug átök síðustu vikur.
Hin meinta fjöldagröf er staðsett í þorpinu Manhúsj, um 20 kílómetra vestur af Maríupol. Maxar segist hafa myndað fjögur svæði sem mynduðu um 85 metra langar línur og talið er að hafi að geyma fjöldagrafirnar.