Þrjátíu og eins árs heilbrigðisstarfsmaður á Spáni veiktist af Covid-19 tvisvar sinnum á tuttugu daga tímabili, í fyrra skiptið af Delta og seinna skiptið af Ómíkron.
Er þetta stysti tíminn sem liðið hefur á milli sýkinga, að því er segir á vef BBC.
Þykir þetta sýna fram á að hægt sé að smitast aftur, þrátt fyrir að vera fullbólusettur. Í Bretlandi þurfa 90 dagar að líða á milli sýkingar svo hægt sé að ræða um endursýkingu af Covid en samkvæmt því er áætlað að um 90 þúsund manns hafi mögulega smitast tvisvar síðan í byrjun aprílmánaðar.
Ekki er hægt að áætla nákvæmlega hve margir hafa smitast tvisvar þar sem raðgreiningar sýna fram á slíkt og einungis fá sýni eru send í raðgreiningu.
Konan fann ekki fyrir neinum einkennum eftir fyrra jákvæða PCR-prófið en innan við þremur vikum síðar fékk hún hósta og hita og fór hún því í annað próf en þá greindist hún með bæði afbrigðin.