Pútín og Guterres funda í Rússlandi

Antonio Guterres flytur ræðu í febrúar síðastliðnum.
Antonio Guterres flytur ræðu í febrúar síðastliðnum. AFP

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ætlar að funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og utanríkisráðherranum Sergei Lavrov í Rússlandi í næstu viku.

Vladimir Pútín.
Vladimir Pútín. AFP

„Antonio Gueterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, mun þriðjudaginn 26. apríl koma til Moskvu vegna viðræðna við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnar Rússlands.

„Vladimír Pútín, forseti Rússlands, mun einnig taka á móti honum.“

Væntanlega munu þeir funda um innrás Rússa í Úkraínu, sem hófst fyrir tæpum tveimur mánuðum og stendur enn yfir. Guterres hefur verið harðorður í garð Rússa vegna stríðsins og kallað það „fáránlegt“. 

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert