Andlát af völdum skotvopna urðu árið 2020 stærsti valdur að dauða ungmenna í Bandaríkjunum og tók þar fram úr bílslysum sem var helsti valdur dauðsfalla árið áður.
Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna. Gögn frá stofnuninni sýna fram á að um 4.300 ungmenni létu lífið í tengslum við skotvopn.
Sjálfsvíg eru þar á meðal, en meirihluti ungmennanna voru myrt. Almennir borgarar í Bandaríkjunum eiga um 390 milljónir skotvopna.
Skotárásum fjölgaði um 33,4% árið 2020 í Bandaríkjunum. Í rannsóknin segir að ungmenni eigi meiri hættu á því að verða fyrir skotárás en almennir borgarar.
Á sama tíma fjölgaði sjálfsvígum um 1,1% í Bandaríkjunum. Ef horft er til heildartíðni dauðsfalla af völdum skotvopna meðal barna og unglinga – sjálfsvíg, morð, slys – hefur hún hækkað um 29,5% sem er helmingi hærri tíðni en meðal almennra borgara.
Í rannsókninni segir að yfirvöld í landinu séu að bregðast ungmennum og hægt sé að koma í veg fyrir þessi dauðsföll.
Um 3.900 ungmenni létu lífið í bílslysum árið 2020, og einnig hafa dauðsföll af völdum eiturlyfja nærri tvöfaldast milli ára.