26 saknað eftir að bátur sökk

Blaðamenn söfnuðust saman fyrir utan skrifstofu fyrirtækisins sem á bátinn.
Blaðamenn söfnuðust saman fyrir utan skrifstofu fyrirtækisins sem á bátinn. AFP

Landhelgisgæsla Japan leitar nú að ferðamannabát sem hvarf norður af eyjunni Hokkaido í dag. 

Yfirvöld misstu samband við bátinn sem hélt af stað frá eyjunni klukkan 13:15 að staðartíma, klukkan 4:15 að íslenskum tíma í morgun. Talið er að 26 farþegar séu um borð í bátnum. 

Áður en áhöfn bátsins missti samband við yfirvöld á landi tilkynntu þau að báturinn væri að sökkva. Báturinn var á leið í þriggja klukkustunda útsýnissiglingu um Shiretoko-eyjaskalann. 

Fram kemur í frétt BBC að fimm leitarbátar japönsku landhelgisgæslunnar leiti nú bátsins auk tveggja flugvéla. Þá hefur landhelgisgæslan óskað eftir aðstoð hersins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert