Frakkar ganga til kosninga í dag en um er að ræða seinni umferð frönsku forsetakosninganna og geta kjósendur valið á milli Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Marine Le Pen.
Macron hefur verið með forystu í skoðanakönnunum. Stjórnmálafræðingar segja þó að Macron geti ekki treyst á þær, þar sem áætlað er að kjörsókn verði lítil í kosningunum.
Macron varð yngsti forseti Frakklands árið 2017. Um hádegi stóð kjörsókn í 26% sem er tveimur prósentustigum lægri en í forsetakosningunum fyrir fimm árum.
Mikið er í húfi fyrir Frakkland og Evrópusambandið, Macron vill nánara samband við ESB. Le Pen hefur viðrað hugmyndir um útgöngu Frakklands úr sambandinu sem hún hefur kallað Frexit, en eins og frægt er gengu Bretar úr sambandinu og var það kallað Brexit.